Minnispunktar í Skrá tíma og laun
Minnispunktar starfsmanna eru sýnilegir í valmyndinni Skrá tíma og laun - Minnispunktar.
Skilyrðið fyrir að Minnispunkta flipinn sé virkur er að það sé virkur minnispunktur skráður á starfsmanninn.
Ef minnispunkta flipinn er ekki virkur þá eru engir minnispunktar skráðir á þennan starfsmann eða óvirkir minnispunktar, til að skoða hvort viðkomandi á óvirka minnispunkta er farið í Stofn - Minnispunktar.
Til þess að fá þessa virkni þarf notandi að hafa eininguna salary0100.
Bætt þarf einingunni salary0101 Minnispunktar - breytingar, ef þessari einingu er bætt í hlutverk notenda sem eru t.d. að vinna á launadeild þá getur notandi breytt minnispunkti frá öðrum.
Athugið: Einingin gefur notanda aðgang að öllum minnispunktum í kerfinu, ekki bara þeim minnispunktum sem notandinn hefur sjálfur skrifað.
Sem fyrr segir er hægt að sjá lista yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið með því að fara í Stofn í Laun - Stofn - Minnispunktar, Í stjórnun er einungis hægt að sjá "Mínir minnispunktar" með því að fara í Stjórnun - Stofn - Minnispunktar (í Stjórnun þarf einning eininguna hrm0005). Þar birtast allir minnispunktar sem viðkomandi notandi hefur skráð.