Hvað er rafræn undirritun?
Rafræn undirskrift er tækni sem notuð er til að sanna tengsl á milli gagna og einstaklinga eða lögaðila. Undirskriftin er framkvæmd með rafrænum skilríkjum sem byggja á vottuðum dreifilykli og einkalykli notanda.
Rafræn undirritun er gerð með rafrænum skilríkjum (auðkenniskort eða sími með rafrænum skilríkjum) og er jafngild undirskrift á pappír.
Skjöl sem eru undirrituð rafrænt með Signet eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera, ekki er þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.
Rafræn undirritun sparar tíma og ferðir auk þess að vera umhverfisvænn valkostur.
Hvað kostar Signet?
Ekkert kostar að skrá sig inn í Signet né undirrita skjöl sem hefur verið hlaðið inn í Signet. Eingöngu þeir sem senda skjöl í undirritun þurfa að kaupa áskrift.
Fyrir þá sem senda skjöl í undirritun eru nokkrir áskriftarmöguleikar í boði með mismiklu magni undirritana inniföldum í hverjum mánuði.
Fleiri upplýsingar um Signet finnur þú á: https://www.signet.is/Home/About
Hefur þú spurningar um Signet?
- Hvernig kaupi ég áskrift?
- Er Signet öruggt?
- Hvernig nota ég Signet?
Þessar upplýsingar og fleiri finnur þú á: https://www.signet.is/Home/Faq
H3 mannauðslausnir nota Signet til þess að undirrita skjöl, s.s. ráðningasamninga, með rafrænum hætti.