ATH. Vegna uppfærslu á skírteini verður notandi beðinn um að uppfæra H3+ eftir þessa uppfærslu - einungis þarf að smella á "Install" takkann og eftir stutta uppsetningu opnast H3+ eins og áður.
Þeir sem hafa verið með H3+ fest við verkstikuna (taskbar) gætu þurft að finna H3+ í leitinni (windows hnappur í vinstra horni) og festa H3+ aftur (pin this program to taskbar)
Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun - Vinnslur - Núllstilling á réttindum | Búið er að betrumbæta vinnsluna "Núllstilling á réttindum" þegar verið er að núllstilla orlofsuppbót | LAUN | Sjá nánar í leiðbeiningum hér | |
Laun - Uppfæra | Þegar uppfæra á útborgun birtist nú texti undir "Framkvæma uppfærslu" sem segir til um hvenær útborgunin var síðast reiknuð, auk þess sem notandi getur smellt á hlekk til að fara inn í endurreikning til að reikna ef þörf er á. Dæmi um texta: Athugið að launin voru síðast reiknuð 10.10.2020 10:20 Ef gerðar hafa verið breytingar gæti verið ástæða til að endurreikna launakeyrsluna. Smelltu [hér] til að endurreikna. Ef útborgun hefur ekki verið reiknuð áður birtist textinn: Athugið að laun fyrir þessa útborgun hafa ekki verið reiknuð. Smelltu [hér] til að reikna. | LAUN | ||
Laun - Skrá tíma og laun Laun - Endurreikna - Niðurstöður endurreiknings | Ef starfsmaður er í stöðunni "Óvirkur" birtist nú eftirfarandi athugasemd bæði í "Skrá tíma og laun" og í "Niðurstöðu endurreiknings": [Kennitala starfsmanns] Starfsmaður með stöðu óvirkur. | LAUN | ||
Laun - Starfsmenn | Nú er mögulegt að eyða starfsmanni, breyting sem varð eftir að tímavídd var innleidd kom í veg fyrir að hægt væri að eyða starfsmanni - það hefur verið lagað | LAUN | ||
Laun - Hækkanir | Nú vinnur aðgerðin "Hækkanir fyrir orlofs - og þrepahækkanir” með tímavídd. Hjá þeim sem eru búnir að virkja tímavídd stofnast nú tímarvíddarfærsla fyrir viðeigandi hækkun í tímarvíddartöflu starfsmanns og miðast hækkunin ávallt við færsludag útborgunar. Passa skal ef verið er að vinna með tvær útborganir í einu, að rétt útborgun sé valin þegar hækkunin er keyrð. | LAUN | Sjá leiðbeiningar varðandi þrepahækkanir hér Sjá leiðbeiningar varðandi orlofshækkanir hér | |
Laun - Skrá tíma og laun | Þegar færslur eru skráðar í "Skrá tíma og laun" og dagsetningarreitum til og frá er breytt í tímabil fyrir virkjun tímavíddar - uppfærast upplýsingar um launatöflu, launaflokk og þrep rétt miðað við það sem var í gildi á þeim tíma. Einnig, ef skipting er innan útborgunar - það er að segja breyting í reitum sem telja til launa, t.d. um miðjan mánuð, birtast nú athugasemdir í "Skrá tíma og laun" sem upplýsa notanda um að annaðhvort þarf að smella á reikna eða smella á F5 til að viðkomandi lína skiptist rétt upp. ATH. Ef reynt er að eiga við línu sem á eftir að skipta upp kemur upp villa sem má þá loka og smella á "Hætta við" hnappinn sem staðsettur er fyrir ofan kennitölu starfsmannsins í "Skrá tíma og laun" | LAUN | ||
Reikningur í "Skrá tíma og laun" sýnir nú rétta skiptingu orlofs þegar gildi í reitnum "Reiknað orlof" hefur verið breytt í tímavídd. | LAUN | |||
Laun - Launaliðir | Hægt er að eyða launalið ef engin laun hafa verið greidd út á viðkomandi launalið og engir reiknistofnar eru tengdir honum | LAUN | ||
STRY0023191 | Villa sem upp kom þegar verið var að lesa upplýsingar úr Excel skjali í starfsmann eða launamann lagfærð | LAUN | ||
Laun - Stofn - Stillir | Sjálfgefin stilling í "Ath. > 75% í frádrátt" er nú "Já", var áður "Nei". Stillingunni má breyta undir Laun - Stofn - Stillir | LAUN | ||
Hægt var að gera réttindauppgjör í lokaðri útborgun, búið er að koma í veg fyrir að það sé hægt | LAUN | |||
Laun - Starfsmaður | Gildum í reitum sem tilheyra "Grunnröðun" í svæðinu "Grunnlaun" í starfsmannaspjaldi má nú breyta hvenær sem er, burtséð frá tímavíddarskráningum. Reiturinn "Bókhaldslykill" hefur verið færður undir flipann "Staða starfs". | LAUN | ||
Laun - Stofn - Minnispunktar Stjórnun - Stofn - Minnispunktar | Í listanum Minnispunktar er búið að bæta við dálk sem sýnir kennitölu þess starfsmanns sem viðkomandi minnispunkur er skrifaður vegna, auk þess sem dálkurinn Einstaklingur sýnir nú einnig eldri færslur í töflunni (það er að segja þær færslur sem skráðar voru áður en þessum reit var bætt inn) | LAUN STJÓRNUN | ||
Ráðningar - Umsóknir | Skrunstika (scrollbar) löguð í flipanum "Samskipti" í umsóknum | RÁÐNINGAR | ||
STRY0023083 | Ráðningar - Rafrænar undirskriftir | Lagfæring á birtingu netfangs umsækjanda í Signet-glugga í ráðningum | RÁÐNINGAR | |
STRY0023223 | Rafrænar undirskriftir | Lagfæring á virkni þegar þriðji aðili sem ekki er starfsmaður fyrirtækis á að skrifa undir fyrir hönd fyrirtækisins | RAFRÆNAR UNDIRSKRIFTIR | |
Almennt | ATH. Vegna uppfærslu á skírteini verður notandi beðinn um að uppfæra H3+ eftir þessa uppfærslu - einungis þarf að smella á "Install" takkann og eftir stutta uppsetningu opnast H3+ eins og áður. Þeir sem hafa verið með H3+ fest við verkstikuna (taskbar) gætu þurft að finna H3+ í leitinni (windows hnappur í vinstra horni) og festa það aftur (pin this program to taskbar) | ALMENNT |