Séreignarsjóðir koma uppsettir með H3 og eru allir sjóðirnir skráðir óvirkir. Það þarf því að byrja á að virkja alla þá sjóði sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á sjóðinn.
Þó sjóðirnir komi uppsettir með helstu upplýsingum er það alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara þessar upplýsingar og passa að þær séu réttar.
Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs með því að fara í Stofn – Lífeyrissjóðir og smella á þann sjóð sem á að yfirfara. Áður en byrjað er á því þarf að velja á milli 2 aðferða.
Yfirfara sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum séreignarsjóðs, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar sjóðanna.
Staða | Breyta stöðu í Virkur í þeim sjóðum sem á að nota |
Greiðslumáti | Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka |
Til greiðslu | Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. |
AÐFERÐ 1 – TVEIR SJÓÐIR VIRKJAÐIR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ
Notaðir eru 2 sjóðir fyrir hvern séreignarsjóð. Annar er með númeri sjóðsins og er fyrir framlag starfsmanns, hinn er með tölunni 2 fyrir framan sjóðinn og er þá fyrir framlag launagreiðanda.
Dæmi:
Séreignarsjóður L004 – Hér væri þá sett upp framlag launþega
Hér þarf þá að skrá inn stuðul og yfirfara reglu
Gert með því að tvísmella á línuna og setja inn gildi í tímavídd stuðuls, prósentu (eða fasta tölu) og dagsetningu sem þetta á að gilda frá. Hér væri þá almennt settir inn 2 í stuðul.
Sjálfgefin er regla L2 Af allri vinnu en ef eitthvað annað á að gilda þarf að breyta því í þessum glugga.
Ýta á Refresh og þá á þetta að vera komið inn í Reikning lífeyrissjóðs
Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn.
Séreignarsjóður L2004 – Hér væri þá sett upp mótframlag launagreiðanda
Allir sjóðir sem eru með 2 fyrir framan sjóðsnúmerið (4 stafa númer) koma skilgreindir með gildi í Reikning Lífeyrissjóðs, regla er L2 Af allri vinnu og Stuðull/Föst tala er 2. Þarna ætti því ekki að þurfa að gera breytingar nema ef almenn ákvæði í kjarasamningum varðandi mótframlög í séreignarsjóð breytast. Ef gera þarf breytingar er það gert eins og lýst er í dæminu með sjóð L004
Þegar tveir sjóðir eru notaðir fyrir hvern séreignarsjóð eins og í þessu dæmi þá er búið að skilgreina sjóðinn sem mótframlagið fer í þannig að skilagrein og greiðsla fer í sjóðinn sem skilgreindur er fyrir framlag launþega. Þarna verður þá til ein skilagrein og ein greiðsla þó uppsettir sjóðir séu tveir. Í þessu dæmi þá er skilgreint í sjóði L2004 að skilagrein og greiðsla fari í sjóð L004.
Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn.
Þegar búið er að virkja og yfirfara alla séreignarsjóði sem eru í notkun þarf að skrá eða lesa inn lífeyrissjóðsupplýsingar fyrir alla starfsmenn sem eru með séreignarsjóð.
Með þessari aðferð er almennt verið að skilgreina upplýsingar í starfsmannaspjaldi á þennan hátt, farið inn í Starfsmenn, starfsmaður valinn og smellt á flipa fyrir Lífsj. og Stéttarf.
Dæmi:
Starfsmaður greiðir 4% í séreignarsjóð og fær 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Þar sem bæði sjóðurinn fyrir framlag launþega og sjóðurinn fyrir mótframlag launagreiðanda eru skilgreindir með 2% framlag, þá þarf að setja upplýsingar fyrir starfsmann svona upp. Reglan er Samkvæmt lífeyrissjóði og þarf þá að setja 200 prósent til að það reiknist 4% framlag. Mótframlagið er skilgreint 2% í lífeyrissjóðnum og ef starfsmaður er með 2% mótframlag þá er það skilgreint sem 100%
AÐFERÐ 2 – EINN SJÓÐUR VIRKJAÐUR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ
Hér er bara einn sjóður virkjaður fyrir hvern séreignarsjóð og því bara notaður L004 og skráðar á hann upplýsingar, bæði fyrir framlag launþega og mótframlag launagreiðanda. Síðan er skilgreint í starfsmannaspjaldi hversu háa prósentu hver og einn greiðir, bæði fyrir eigið framlag og mótframlag launagreiðanda.
Séreignarsjóður L004 – Hér væri þá sett upp bæði framlag launþega og mótframlag launagreiðanda
Hér þarf þá að skrá inn stuðla og yfirfara reglur.