Í H3 eru nokkrir staðlaðir teningar sem gott er að nota til að fylgjast með framvindu launaútborgunar, stöðu veikinda, réttindaskuldbindingu og fleiru.
Í efstu línu eru öll atriði sem hægt er að nota til að greina upplýsingarnar og hægt að nálgast bæði sem dálka og línur. Lengst til hægri í línunni má sjá ör en með því að smella á hana er hægt að fletta eina síðu í einu á milli atriða sem hægt er að velja. Sé búið að ýta einu sinni á hægri kemur ör vinstra megin sem hægt er að nota til að fara til baka. Athugið að örin fer eina síðu við hvern smell en ekki eitt atriði í einu.