Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 5 Current »

Áður en þú byrjar skaltu tryggja að búið sé að setja inn allar kerfisuppfærslur.

Rétt er að benda á að ef einhverjir launþegar eru með greiðslutíðnina "Fyrirfram" og iðgjald/mótframlag í stéttarfélag á að breytast frá 1. janúar mælum við með að þeir séu ekki hafðir með í áramótaútborgun heldur skráðir í útborgun 002 á nýju ári.  Ekki er hægt að stofna útborgun 002 á nýju ári fyrr en búið er að uppfæra áramótaútborgun.

Laun / Mánuðir

Það þarf að stofna janúar á nýju ári

Laun / Útborganir

Þegar útborgunin er stofnuð þarf að merkja hana sérstaklega svo að launakerfið viti að um áramót sé að ræða.

  • Í Laun/Útborganir undir “Tegund” er valin  “Áramótaútborgun” .

  • Færsludagurinn er settur 01.01.á nýju ári.

  • Útborgunardagurinn skiptir ekki máli varðandi vinnsluna sjálfa þannig að þar setjum við greiðsludag launa.

Setjum mánuði á útborgun eins og vanalega:

Ef allir launamenn eru á eftirágreiddum launum:

  • Desember mánuð yfirstandandi árs

Ef allir launamenn eru á fyrirframgreiddum launum:

  • Janúar mánuð næsta árs

Bæði fyrirfram og eftirágreiddir:

  • Desember mánuð yfirstandandi árs og Janúar mánuð næsta árs



  • No labels