Notendasniðmát í Bakverði eru notuð til að afrita upplýsingar um notendaaðgang yfir á notendur.
Eftir að búið er að afrita notendasniðmát yfir á starfsmann er hægt að breyta notendaaðgangi s.s. að veita honum viðbótaraðgang.
Með Bakverði koma fern grunnsniðmát:
Starfsmenn lesaðgangur: eingöngu lesaðgangur að eigin tímaskráningum
Starfsmenn eigin skráningar: geta unnið með eigin tímaskráningar
Stjórnendur: veitir aðgang að skráningum starfsmanna og völdum skýrslum. Veita þarf sérstakan aðgang að deildum sem stjórnandi má sjá starfsmenn í
Launafulltrúar: veitir aðgang að umsjón og grunngögnum
Hægt er að breyta grunnsniðmátum og bæta við fleirum.