Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 5 Next »

Þegar skjal, s.s. ráðningasamningur, samgöngusamningur eða annað sem þarfnast undirritunar hefur verið útbúið og vistað á pdf formi er það tilbúið til rafrænnar undirritunar.

Þú hefur þann valkost að hlaða inn skjali til undirritunar beint af www.signet.is en með því að senda í undirritun úr H3 hefur þú kost á:

  1. Að vista skjalið beint ofan í skjalaskáp starfsmanns  eða umsækjanda
  2. Að senda skjalið með tölvupósti sem er sérsniðinn fyrir þitt fyrirtæki

Rafræn undirritun er aðgengileg í H3 mannauður og H3 ráðningar undir Signet merkinu:

 Rafræn undirritun er aðgengileg í H3 mannauður og H3 ráðningar undir Signet merkinu

Senda skjal í rafræna undirritun úr H3

  1. Opnaðu listann Stjórnun > Mannauður eða Ráðningar > Umsóknir
  2. Veldu viðkomandi starfsmann/umsækjanda úr starfsmanna/umsóknalistanum
  3. Smelltu á Signet hnappinn - þá opnast glugginn Senda gögn í rafræna undirskrift með upplýsingum um viðkomandi starfsmann/umsækjanda
  4. Dragðu samninginn yfir gluggann eða sæktu skjalið með því að smella á möppu hnappinn í reitnum Skrá
  5. Veldu í hvaða skúffu í H3 skjalaskápnum skjalið á að vistast í reitnum Tegund skjals
  6. Skrá Heiti skjals
  7. Hægt er að skrá inn texta og haka við að hann eigi að birtast fyrir ofan undirskrift stjórnanda sbr. Undirritað f. h. xxxx
  8. Velja það tölvupóstsniðmát sem nota á.
  9. Yfirfara hvort nafn starfsmanns/umsækjanda, kennitlaa og netfang sé rétt. Netfang er sótt í reitinn vinnunetfang í h3. Einnig er hægt að skrifa netfang í reitinn ef þörf er á.
  10. Velja þarf tímaramma, dags. frá og dags. til, sem skjalið á að vera aðgenglegt í Signet. 
    1. Hafi skjal ekki verið undirritað 7 dögum eftir Dags frá er send áminning. 
    2. Hægt er að breyta þeim dagafjölda með því að hafa samband við H3 ráðgjafa.
  11. Veldu einn eða fleiri sem undirrita eiga skjalið fyrir hönd fyrirtækisins.
    1. Til að geta undirritað verður viðkomandi að hafa rafræn skilríki frá Auðkenni s.s. á símanum sínum.
  12. Smelltu á Áfram hnappinn og þá er skjalið komið í undirritunarferli.





  • No labels