Starfsmenn
Virkja nýjan starfsmann
Til að virkja nýjan starfsmann þarf að byrja á því að stofna nýtt starf. Undir Fólkið mitt Tímaskráningar
og Umsjón starfsmenn, má velja “Aðgerðir” og þar er að finna aðgerðina “Skrá nýtt starf”
Fylla þarf í alla stjörnumerkta reiti.
Ef starfsmaður á að fá notendaaðgang þarf einnig að gæta þess að skrá netfang á hann.
Mikilvægt að skrá fyrsta starfsdag svo réttindi til orlofs og veikinda safnist rétt.
Þegar búið er að fylla út skjámyndina skal valið “Áfram” og opnast þá ný skjámynd sem einnig þarf að fylla út í alla stjörnumerkta reiti
Þegar formið hefur verið fyllt út skal valið “Stofna starf”, við það opnast ný skjámynd sem gefur valmöguleika á að skrá inn orlofsstöðu, setja inn mynd af starfsmanni og skrá minnisatriði um starf.
Ef starfsmaður á að fá aðgang að kerfinu skal valið “Gefa starfsmanni aðgang að Bakverði”
Opnast þá ný valmynd þar sem sniðmát notanda er valið og hvaða undirmenn þeir eiga að sjá.
Í lokin er valið “Geyma”
Starfsferill
Af hverju starfsferill
Stofna starfsferil
Stofna nýjan starfsferil/breyta starfsferli
Loka starfsferli