Hópaskipting
Í þeim tilfellum þar sem gæti hentað að sérsníða sýn stjórnenda á ákveðinn hóp starfsmanna getur hópaskipting hentað. Hópaskiptingin á einungis við þann sem setur hana upp, hún er ekki sameiginleg notendum.
Hópaskipting er undir Fólkið mitt > Aðgerðir > Hópaskipting.
Til að stilla upp nýjum hóp er smellt á Nýr hópur.
Þá opnast þessi gluggi hér fyrir neðan.
Heiti hóps er valfrjálst og hægt að breyta því síðar ef þörf er á.
Úrval starfsmanna fer eftir deildum sem viðkomandi hefur aðgang að. Í vinstri rammanum birtast allir starfsmenn í hverri deild og örvarnar fyrir miðju eru notaðar til að merkja starfsmenn yfir í hægri rammann sem safnar þeim saman í nýja hópinn.
Þessi aðgerð hefur engin áhrif á birtingu starfsmanna í þeim deildum sem þeir eru í fyrir, þetta er einungis auka hópur fyrir viðkomandi sem stillir upp sýninni.
Þegar allir starfsmenn sem eiga að birtast undir nýja hópnum eru komnir í hægri rammann er smellt á Geyma.
Þegar hópurinn hefur verið vistaður er hægt að velja hann úr fellilistanum yfir Allt fólkið mitt eða deildarlistann sem er í boði er hægra megin við Aðgerðir hnappinn.
Ef breyta þarf hópnum, er aftur farið í Aðgerðir > Hópaskipting og smellt á blýantinn fyrir framan heiti hóps.