H3 Innleiðingar

 

Hér koma upplýsingar um ferli innleiðingar á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver gerir hvað

Þegar við skiptum um launakerfi þurfum við að hafa það í huga að engin 2 kerfi eru eins, svæði í skjámyndum sem voru kannski í eldra kerfi eru ekki í nýju kerfi og einhver viðbótarsvið og töflur hafa bæst við.  Eftir gagnavörpun er því ekki tryggt að kerfið sé tilbúið til notkunar.  Það þarf að yfirfara stofntöflur, skoða samtölur og margt fleira.  Verkefnisstjórar í innleiðingunni bera sameiginlega ábyrgð á því að þetta sé rétt gert, því er mikilvægt að innleiðingarferlinu sé fylgt markvisst eftir.


Verkaskipting í innleiðingu 

 

Starfsmaður Advania

  1. Kerfið sett upp.

  2. Gögnin lesin inn ef við á.

  3. Bókhald sett upp.

 

Starfsmaður verkkaupa

  1. Setja inn veflykla.  Stofn-Veflyklar.

  2. Yfirfara launaliði á lífeyrissjóðum og tengja þá saman.

  3. Yfirfara launaliði á stéttarfélögum og tengja þau saman.

  4. Yfirfara vinnuskyldu 100%, hvort allir í sömu launatöflum hafi sömu vinnuskyldu

  5. Yfirfara orlofsprósentu og deilitölu orlofstíma með hliðsjón af vinnuskyldu 100%, þessi atriði verða að vera útfyllt hjá öllum starfsmönnum sem fá laun.

  6. Prófanir á reikningi eftir uppsetningu, bera þarf saman útreikning launa og launatengdra gjalda milli launakerfa.  Ef reikningur er ekki eins í báðum kerfum þarf að skoða í hvoru kerfinu reikningurinn er réttur. 

  7. Ef fyrirtæki er í kjararannsóknarúrtaki þarf að yfirfara deildir, launaliði og starfsmenn með tilliti til þess.

  8. Stofn/Launagreiðandi yfirfara upplýsingar og setja inn bankareikning.


Sameiginleg verkefni

  1. Ef gögn úr eldra kerfi hafa verið lesin inn þarf að:

    1. Skoða hvort númer lífeyrissjóðs og stéttarfélaga í eldra kerfi og H3 passa saman, ef ekki þarf að flytja starfsmenn á réttan stað

  2. Launaliðir:     Með uppsetningagögnum fylgir sett launaliða, ef að vantar aðra launalið þarf að stofna þá, muna eftir að setja í uppsetningu launaseðils og launamiða

    1. Það þarf að yfirfara einingategund

    2. Reiknistofna

  3. Launatöflur:  Stilla upp launatöflum og setja inn skilgreiningar vegna útreiknings í hlutföll og krónur

  4. Stofntöflur:   Svið, deildir, verk, verkþættir, starfsstéttir, starfsheiti, lífeyrissjóðir, stéttarfélög, gjaldheimtur

  5. Safnfærslur og réttindi. (Orlof, starfsaldur o.þ.h.)

  6. Reiknihópur orlofs

  7. Afstemming bókhalds