Starfsferill starfsmanna
Starfsferill er notaður til að halda utan um upplýsingar sem tilheyra starfi starfsmanns í Bakverði og hafa áhrif á útreikning á tímafærslum starfsmanns, hver sér þær og hvernig þær eru skráðar niður á deildir.
Sérhver starfsmaður er með að lágmarki einn starfsferil en mælst er til þess að þegar gerðar eru breytingar á starfi s.s.
Starfsmaður fær nýtt starfsheiti
Skipt er um reiknireglu á starfsmanni
Starfsmaður flyst til um deild
Athugið
Sé nýr starfsferill stofnaður í stað þess að skrifað sé ofan í núverandi starfsferil. Ástæða þess er sú að ef skrifað er ofan í núverandi starfsferil yfirskrifa breyttu upplýsingarnar þær upplýsingar sem fyrir eru og tapast þá t.d. upplýsingar um hvaða starfsheiti eða deild starfsmaður tilheyrði, eða útreikningar á fyrri tímabilum skv. reglu sem starfsmaður var á.
STOFNA NÝJAN STARFSFERIL
Til að stofna starfsferil, eða búa til nýjan starfsferil er farið í Umsjón > Starfsmenn og valinn starfsmaður sem stofna á starfsferil fyrir. Smella á táknið Breyta starfi:
Þá opnast skráningarmynd þar sem þú velur að búa til nýjan starfsferil:
Þegar þú býrð til nýjan starfsferil afritast upplýsingar af núverandi starfsferli í nýja starfsferilinn. Algengustu upplýsingar sem fylltar er út í á starfsferli eru skv mynd:
Athugið
Þegar nýr starfsferill er settur inn lokast sjálfkrafa starfsferillinn sem var í gildi. Þú getur sett nýjan starfsferil fram í tímann; nýi starfsferillinn tekur ekki gildi fyrr en upphafsdagur rennur upp.
LOKA STARFSFERLI
Þegar starfsmaður lýkur störfum þarf að loka starfsferli hans. Það er gert með því að fara í Umsjón>Starfsmenn, Breyta starfi. Á flipanum Starfsferill er smellt á Loka starfi:
Þá opnast skráningarmynd:
Loka starfi dags: fær sjálfgefið dagsetningu morgundagsins en þú getur breytt dagsetningunni
Breyta auðkennum starfsmanns: settu eitthvert gildi t.d. X ef þú vilt endurnýta auðkenni fyrir annan starfsmann í Bakverði
Núllstilla tímabanka: hafðu hakað í ef þú vilt hreinsa út stöðu í tímabanka s.s. Orlofsstöðu
Loka aðgangi að kerfinu: hafðu hakað í ef þú vilt loka aðgangi starfsmannsins að Bakverði
Athugið
Lokun starfsferils tekur gildi á þeirri dagsetningu sem valin er í Loka starfi dags. Þú getur því lokað starfi fram í tímann.