Fjarveruóskir - skráning starfsmanna
í Bakverði geta starfsmenn lagt fram ósk um fjarveru s.s. orlof - og yfirmenn haft yfirsýn um fjarveruóskir og samþykkt þær eða hafnað. Hægt er að láta pósta sendast til starfsmanns og yfirmanna þegar fjarveruóskir eru skráðar og meðhöndlaðar.
ATHUGIÐ: Skráður yfirmaður deildar eða starfsmanns fær tilkynningu í pósti um fjarveruósk - starfsmaður fær upplýsingar um það þegar hann skráir fjarveruósk.
Leggja fram fjarveruósk
Starfsmaður leggur fram fjarveruóskir undir Svæðið mitt>Fjarveruóskir. Efst í þeirri valmynd sér starfsmaður stöðu sinna tímabanka t.d. Orlofs:
Undir Fjarveruóskirnar þínar leggur starfsmaður fram fjarveruóskir og sér yfirlit um fjarveruóskir sínar:
Þegar smellt er á Leggja fram ósk um fjarveru opnast skráningargluggi:
Tegund fjaveru er valin og það tímabil sem um ræðir og færslan vistuð. Skráður yfirmaður fær þá póst um að fjarveruósk hafi verið lögð fram og getur unnið með hana.