Veikindi

Bakvörður heldur utan um veikindi starfsmanna (ástæðan VE) og veikindi barna starfsmanna (ástæðan VB).

Einnig er hægt að halda utan um veikindarétt starfsmanna og rétt vegna veikinda barna.

Útreikningur á veikindarétti

Í Bakverði eru upp settir samningar vegna veikindaréttar fyrir eftirfarandi samningsaðila:

Samningarnir kveða á um fjölda veikindadaga sem starfsmaður hefur áunnið sér síðustu 12 mánuði - út frá fjölda mánaða sem starfsmaður hefur unnið hjá fyrirtækinu. Þeir eru umreiknaðir yfir í tíma út frá skráðri lengd vinnudags í veikindaréttarsamningi.

ATHUGIÐ:

  • Talning á veikindarétti er gerð frá þeim tímapunkti sem tekin er út staða veikindaréttar á starfsmanni - þ.e. frá deginum í dag og 12 mánuði aftur í tímann.

  • Veikindaréttur er talinn samfellt aftur jafnvel þótt starfsmaður láti af störfum og komi aftur til starfa.

  • Veikindaréttur starfsmanns tekur mið af því starfshlutfalli sem starfsmaður er í á þeim tímapunkti sem veikindaréttur er talinn - fjöldi veikindastunda sem starfsmaður hefur skráða skalast ekki til hafi starfsmaður minnkað eða aukið starfshlutfall sitt frá þeim tíma sem veikindaskráning átti sér stað.

  • Veikindaréttur er ekki talinn ef: Ráðningarform starfsmanns er Ekki byrjaður, Verktaki eða Launalaust leyfi.

  • Ráðningarformið Lausráðinn og Afleysing reikna veikindarétt út frá skráðri viðveru en ekki samningsformi. Þá er reiknað hversu miklu starfshlutfalli viðkomandi hefur verið í miðað við skráðar færslur og útfrá því er rétturinn reiknaður. Ef ráðningarform breytist úr lausráðinn í fastráðinn breytist útreikningur frá þeim degi.

  • Veikindaréttur barna er óháður veikindaréttarsamningi. Hann reiknast skv.: fyrstu sex mánuði í starfi: tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð, eftir 6 mánaða starfi: 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili - hámarks réttur vegna veikinda barna er 12 dagar. Veikindaréttur vegna barna reiknast alltaf í heilum dögum, starfsmaður í hlutastarfi fær því jafn marga en styttri daga vegna veikinda barna en starfsmaður í fullu starfi.

  • Veikindaréttur er eingöngu reiknaður fyrir taxtann DV (dagvinna) en ekki fyrir aðra taxta

Setja veikindaréttar samning á starfsmann

Til að virkja veikindarétt starfsmanns er viðeigandi samningur valinn í starfsferli starfsmanns:

Setja veikindaréttarsaming á marga starfsmenn

Ef setja eða breyta á veikindaréttarsamningi fyrir marga starfsmenn er farið í Umsjón>Starfsmenn>Aðgerðir>Breyta mörgum störfum. Þar er valið Veikindaréttarsamningur:

 

Hvernig sjá stjórnendur og/eða starfsmenn veikindarétt starfsmanns?

Þegar valin er ástæðan VE eða VB birtist upplýsingareitur sem segir til um stöðu veikindaréttar.

Staða veikindaréttar hefur engin áhrif á hvort hægt er að skrá á ástæðuna, notandi gæti hins vegar viljað gera skráningu á aðra ástæðu s.s. Launalaus veikindi ef starfsmaður á ekki veikindarétt sem hann getur nýtt.

Skýrslur um veikindi og veikindarétt

í Umsjón>Skýrslur eru tvær skýrslur sem veita yfirsýn um veikindarétt:

  • Veikindi og veikindaréttur

  • Staða veikinda barna

Kostnaður vegna veikinda

Ekki er haldið utan um kostnað vegna veikinda í Bakverði. Til að halda utan um slíkar upplýsingar þarf að lesa skráningar á ástæður VE og VB út úr Bakverði og inn í launakerfi. Til dæmis er hægt að koma upp launavinnslu til að lesa skráningar vegna veikinda inn í launakerfi.