Launavinnsla í Bakverði

Innlestur launakeyrslu frá Bakverði í H3


Búið þarf að vera að setja upp launakeyrslu í Bakverði.

Þá er hægt að fara inn í Bakvörð – Stillingar – Launavinnsla

Launakeyrslur

Valið launakeyrsla

Þá þarf að taka saman gögn til útborgunar

Veljið ný útborgun til að taka saman það launatímabil sem vinna á með

Síðan er smellt á Taka saman gögn til útborgunar

Þá opnast gluggi með taxtaskrá

Hér eru aðeins athugasemdir um launakeyrluna sem er gott að renna yfir.

Síðan má íta á Gögn til útborgunar

Þá opnast gluggi þar sem hægt er að ná í launaupplýsingar í excel eða textaskrá.

Við notum textaskrá til að lesa yfir í H3.

Við vistum því textasrkána á drif í tölvunni sem er aðgangilegt fyrir H3.

Þá er öllum aðgerðum lokið í Bakverði.

Nú förum við í H3. Veljum þar Laun – Innlestur – Skráningar

Þá opnast þessi gluggi til hægri til að sækja textaskrána.

Passa að velja rétta útborgun til að lesa inn í síðan er skráin sótt í reitinn  - Veldu skrá – Lesa skrá

þá opnast gluggi fyrir stöðu innlesturs. Smellt er á Skoða aðrar vinnslur til að sjá hvort einhverjar athugasemdir birtast.

Ef einhver athugasemdir birtast er hægt að smella a Nánar. Ef staðan á innlestrinum er Lokið þá hafa allar færslur lesist inn í H3.