Söfnun tímaskráninga
Hægt er að stofna tímaskráningar með því að lesa inn upplýsingar úr Excel. Þetta getur hentað t.d þar sem haldið er utan um fjarveruskráningar í öðru kerfi.
Þegar setja á inn skráningar með þessari aðferð þarf að byrja á að velja dálkana og raðirnar í Excel skjalinu með upplýsingunum sem Bakvörður getur móttekið og líma þær svo inn í kerfið.
Í fyrsta dálki er kennitala starfsmanns (með eða án bandstriks), næst er nafn starfsmanns (sem má vera óútfyllt). Næst koma dagur inn- og útstimplunar. Athugaðu að það má skrá nokkra daga í sömu línuna en kerfið stofnar þá eina skráningu hvern dag.
Aðrir dálkar sem þurfa að vera í skjalinu eru Kostnaðarstaður, Tegund (ástæða) og Tilefni eða skýring. Aðeins er skylda að fyllt sé út í dálkinn Tegund. Ef dálkurinn Kostnaðarstaður er óútfylltur er sjálfgefinn kostnaðarstaður starfsmannsins notaður.
Þegar búið er að líma textann inn í svæðið á síðunni er textinn lesinn inn og meðhöndlaður:
Línur með villu eru auðkenndar.
Smellt er á hnapp Lesa inn X línur til að stofna færslurnar í Bakverði.
Ef gera þarf leiðréttingar þarf að fara til baka, laga í Excel skjalinu og líma það svo inn aftur.