Ástæður

Ástæður eru notaðar til að gera nánari grein fyrir tímaskráningu; var starfsmaður í hefðbundinni vinnu, í útkalli, veikur, í fríi, eða á bakvakt?

Ástæður geta haft áhrif á hvernig unnið er úr tímaskráningum:

  • Ástæða X getur tekið með sér skráningu á ákveðið verk

  • Ástæða Y getur bætt tímum við skráninguna s.s. yfirvinnu vegna útkalls

  • Ástæða Z getur sett tíma í tímabanka eða dregið tíma úr tímabanka s.s. vegna orlofs

 

Algengar ástæður í Bakverði:

Með Bakverði fylgja eftirfarandi ástæður:

  • T = venjuleg tímaskráning

  • OR = Orlof

  • VE = Veikindi

  • VB = Veikindi barna

Hægt að bæta við ástæðum í Umsjón >Stillingar >Grunnskrár>Ástæður.

 

Ástæður má nota til að ná út tölfræði um skráningar starfsmanna s.s. hversu margir tímar hafa verið skráðir á einhvers konar fjarveru s.s. Orlof, veikindi eða launalaust leyfi. Skýrslurnar Færslur á ástæðu og Summuskýrsla undir Fólkið mitt>Tímaskráningar>Aðgerðir>Skýrslur eru hentugar til að ná út slíkum upplýsingum.

 

ATHUGIÐ: Til að starfsmaður geti skráð á ástæðu þarf hann að hafa aðgang að ástæðunni, aðgangur að ástæðum er veittur á notanda starfsmannsins.

 

Til að fá yfirsýn hvaða notendur sjá hvaða ástæður - OG til að veita fjölda notenda aðgang að ástæðum er farið í Umsjón >Stillingar>Grunnskrár>Ástæður. Þar er valin aðgerðin Bæta við aðgangi að ástæðum: