Algengustu atriði í reiknireglum

Þegar reikniregla er búin til eru settar inn svokallaðar reglulínur sem segja til um hvernig reikna eigi út úr tímastimplun starfsmanns.

Atriði sem koma oftast fram í reiknireglum:

  • Taxtar: segja til um hvenær starfsmaður vinnur dagvinnu, yfirvinnu eða t.d. álagsvinnu. Tilgreina þarf á hvaða dögum og klukkan hvað hver taxti er í gildi. Taxtar verða alltaf að vera í reglu.

  • Vinnuskylda: segir til um fjölda stunda sem á að vinna á tímabili t.d. á dag. Vinnuskylda er ekki alltaf tilgreind t.d. hjá tímavinnufólki:

    • Skyldumæting: klukkan hvað má starfsmaðurinn að vinna?

    • Mæting hámark: hver er tímafjöldinn sem starfsmaður á að mæta á dag?

  • Rúnnun: segir til um hvenær tímastimplun eigi að byrja/hætta að telja tíma; þ.e. hvað eigi að gera ef starfsmaður stimplar sig ekki inn nákvæmlega á þeim tíma sem skyldumæting segir til um:

    • Mæting rúnnuð: innstimplun frá 7:45 til 8:05 - gæti rúnnast í stimplun kl. 08:00

    • Brottför rúnnuð: útstimplun 17:55 til 18:15 - gæti rúnnast í stimplun kl. 18:00

  • Vinnutimi: tíminn sem Bakvörður stingur upp á þegar færsla er handskráð inn

  • Bónus: er notaður ef draga á frá tíma af starfsmanni eða bæta við hann - að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. T.d. gæti átt að draga alltaf frá 30 mín í hádegismat - eða bæta við 1/2 tíma ef starfsmaður vinnur milli kl 20 og 21.

  • Helgidagataxti: segir til um hvort starfsmaður eigi sjálfvirkt að fá skráða tíma á frí- og helgidögum - án þess að hafa stimplað sig inn á þeim dögum.

  • Yfirfæra: er notað til þess að færa tíma á milli taxta t.d. ef starfsmaður má mæta hvenær sem er sólarhringsins en fær alltaf greitt dagvinnu upp að ákveðnu hámarki tíma og eftir það yfirvinnu.

 

ATHUGIÐ:

  • Gerð reiknireglna getur verið flókin og er hægt að leita til Bakvarðarráðgjafa um gerð/aðlögun reiknireglna

  • Þegar óskað er eftir nýrri/breyttri reiknireglu þarf að láta fylgja upplýsingar um útfærslu á algengustu atriðum reiknireglna

  • Hægt er að setja upp Reglureikninn til að auðvelda gerð reiknireglna