Grunnskrár

Undir Grunnskrár er eftirfarandi:

  • Ástæður: Hægt að stofna og breyta ástæðum tímaskráninga. Ráðlagt er að breyta eingöngu stillingum í samráði við Bakvarðarráðgjafa.

  • Bréfsefni: Hægt að sjá hvers konar póstar eru sendir út úr Bakverði - sem og yfirlit yfir senda pósta. Bréfsefni eru eingöngu uppfærð af Advania.

  • Deildir: Hægt að skrá og breyta eigindum á deildum. Sé Bakvörður samþættur við annað kerfi s.s. H3 launakerfið mun samþættingin uppfæra deildir.

  • Fyrirtæki: Stillingar á eigindum fyrirtækisins. Ráðlagt er að breyta eingöngu stillingum í samráði við Bakvarðarráðgjafa.

  • Starfsheiti: Hægt að skrá og breyta starfsheitum. Sé Bakvörður samþættur við annað kerfi s.s. H3 launakerfið mun samþættingin uppfæra starfsheiti.

  • Verkskráning: Hægt að skrá og breyta verkum. Verkskráningar geta verið 1 til 3 lög s.s. verk, undirverk og verkþáttur. Sé Bakvörður samþættur við annað kerfi s.s. NAV eða DK verkbókhaldskerfi mun samþættingin uppfæra verk.