Aksturstegundir

Sé verið að nota akstursdagbók er hægt að halda utanum hana í Bakverði, hafi sá möguleiki ekki verið virkjaður hjá viðkomandi fyrirtæki má hafa samaband við ráðgjafa sem setja um og leiðbeina áfram.

Til þess að óska eftir virkjun akstursdagbókar má senda póst á bakvordur@advania.is og ráðgjafi hefur samband.

Stofna aksturstegundir

Til að hægt sé að skrá bíla/tæki sem skrá á akstur á þarf að byrja á því að stofna tækið í Bakverði.

Grunnskrár - Aksturstegundir
Velja "Ný færsla"

 

Hér þarf að fylla út eftirfarandi upplýsingar:

Heiti sem gæti þá verið td. Eigin bíll, bílnúmer eða annað lýsandi
Launaliður, þarf að vera búið að stofna hann undir Stillingar - Launavinnsla - Launaliðir
Svo er val um það hvort skrá þurfi mælastöðu, ef ekki er hakað í þarf starfsmaður að gefa upp km fjölda sem ekinn var en ef hakað er við þarf að setja inn stöðu í upphafi og stöðu í lokinn.
Geyma