Verk
Hægt er að skrá tíma á verknúmer í Bakverði til að fá yfirsýn yfir hversu langur tími fer í vinnu við valið verk. Með þessum hætti er hægt að ná tímum á verk yfir í launakerfi eða verkbókhald og þannig gera upp tíma og kostnað á verk.
Hægt er að hafa þrjú verksvið:
Verk
Undirverk
Verkþáttur
ATHUGIÐ:
Hægt er að nefna verksviðin öðrum heitum
Verksviðin geta verið óháð hvert öðru eða háð. Séu t.d. undirverk háð verki þá er eingöngu hægt að velja undirverk sem tilheyra völdu verki
Stofnun verka:
Innlestur verka: Bakvarðarráðgjafar geta lesið inn verk sem afhent eru í excel skjali
Handvirk stofnun verka: hægt er að stofna verk handvirkt í Stillingar>Grunnskrár>Verkskráning
Samþætting við verkbókhald: Hægt er að setja upp samþættingu við verkbókhaldskerfi s.s. DK, Dynamics NAV eða NAV BC - þar sem verk stofnuð í verkbókhaldskerfi munu sjálfkrafa stofnast og lokast í Bakverði