Vaktir

Í Bakverði er hægt að setja upp vaktir þar sem skiptast á vinnulotur þar sem starfsfólk ýmist vinnur eða er í fríi. Uppsetning vakta í Bakverði gerir ráð fyrir að um reglubundið fyrirkomulag sé að ræða þar sem lítið er um breytingar eftir að starfsmaður hefur verið settur á vakt.

Hvernig eru vaktir settar upp?

Til að setja upp vaktir þarf að setja upp í eftirfarandi röð:

1. Setja upp Reiknireglur:

  • Að lágmarki eina reglu sem inniheldur þau atriði sem gilda þegar starfsmaður vinnur á vakt sem hann er skráður á

  • Eina reglu sem inniheldur þau atriði sem gilda ef starfsmaður vinnur í vaktafríi

2. Setja upp Mynsturreglu: sem segir til um hvernig vinnuvaktir og frívaktir skiptast á í vaktarúllu:

3 Setja upp Vaktareglu: Vaktareglan vísar í vaktarúlluna í mynsturreglunni - og segir til um á hvaða dagsetningu fyrsti dagur í vaktarúllu hófst. Algengt er að sú dagsetning sé á mánudegi.

Vaktaskipti

Skipti starfsmenn á vöktum þannig að starfsmaður taki t.d. vakt annars starfsmanns að eigin ósk er hægt að skipta um reiknireglu þannig að starfsmaður reiknist ekki á t.d. yfirvinnutaxta skv. frívakt, heldur eins og hann hefði verið á venjulegri vakt. Það er gert með því að skipta um reiknireglu dagsins í Fólkið mitt>Tímaskráningar:

Þegar skipt er um reiknireglu er við hæfi að skrá Athugasemd s.s. “skipt um vakt við X

 

ATHUGIÐ:

  • Sé vaktarúlla mjög óregluleg t.d. vegna þess að stöðugt er að breyta vaktamynstri hentar ekki ofangreind uppsetning vakta í Bakverði

  • Nái vaktir yfir miðnætti þarf að gera sér tímareglu fyrir upphaf og enda vaktarúllu - fyrir og eftir miðnætti

  • Verið er að vinna að Vaktaplanara í Bakverði sem leyfir meiri breytileika í uppsetningu vakta