Launatímabil

Launatímabil í Bakverði ráða útreikningum á vinnuskyldu í reglum, ýmsum útreikningum tíma og taxta. Það hefur einnig áhrif á sjálfsgefin tímabilum þegar tímaskráningar starfsmanna eru skoðaðar, og þegar valið er að skoða núverandi launatímabil og síðasta launatímabil.

 

Hægt er að læsa útreikningum eldri tímabila. Mælt er sérstaklega með því eftir yfirferð skráninga í Bakverði. Það er gert til að tryggja að ekki sé hægt að breyta skráningum í Bakverði eftir að launadeild les inn skráningar í launakerfi.

 

Til að læsa útreikningi eldri launatímabila þarf að finna launatímabilið fyrst. Það er undir Stillingar - Launavinnsla - Launatímabil. Smellt er svo á blýantinn fyrir framan það launatímabil sem á að læsa. Sjá mynd:

Þá opnast þessi gluggi, og velja þarf dagsetningu í Reiknað frá sem kallast á við upphafsdagsetningu nýja launatímabilsins. Síðan er smellt á geyma.

 

Þegar þessu er lokið er ekki hægt að breyta tímaskráningum starfsmanna, né reikna þær út frá breyttum forsendum.

Hægt er að opna launatímabilið aftur ef þörf er á.