Launakeyrsla - breytingar
Þegar launakeyrsla hefur verið sett upp og stillt af eins og hún á að vera, þarf sjaldnast að gera nokkrar breytingar á henni eftir það.
Það getur þó komið upp tilfelli þar sem einhverju þarf að breyta þar inni. Til að mynda þegar nýjar deildir bætast við í Bakvörð, þá koma þær eðlilega ekki sjálfkrafa með í launakeyrslu.
Dæmi um það hvernig nýjum deildum er bætt við eða aðrar teknar út:
Staðsetning í kerfi:
Stillingar - Launavinnsla - launakeyrslur
Stillingar flipi launakeyrslu opnast og hægt er hér að velja inn þær deildir sem á að taka út í launakeyrslunni.
Þegar því er lokið þarf að velja geyma.
Ef tilfellið var að taka þurfti út sérstaka deild og það væri almennt tilfallandi. Þá er mikilvægt, eftir að launakeyrslan sjálf hefur verið tekin út, að fara aftur inn í stillingar launakeyrslunnar og haka inn þær deildir sem voru inni áður. Ef það er ekki gert, koma þær ekki með næst.