Fjarveruóskir - meðhöndlun yfirmanna

í Bakverði geta starfsmenn lagt fram ósk um fjarveru s.s. orlof - og skráðir yfirmenn haft yfirsýn um fjarveruóskir og samþykkt þær eða hafnað. Hægt er að láta pósta sendast til starfsmanns og yfirmanna þegar fjarveruóskir eru skráðar og meðhöndlaðar.

ATHUGIÐ: Skráður yfirmaður deildar eða starfsmanns fær tilkynningu í pósti um fjarveruósk - starfsmaður fær upplýsingar um það þegar hann skráir fjarveruósk.

 Til að vinna með fjarveruóskir fer yfirmaður í Fólkið mitt>Fjarvera. Þá sést yfirlit fjarveru sem yfirmaður getur stillt til til að fá sem besta yfirsýn:

Litir á fjarveruyfirliti:

  • Gulur: ósamþykktar fjarveruóskir

  • Blár: samþykktar fjarveruóskir

  • Rauður: fjarveruósk sem hefur verið hafnað

  • Appelsínugulur: tímaskráningar sem EKKI hafa farið í gegnum samþykkt fjarveruóska

ATHUGIÐ:

  • Hægt er að samþykkja allar fjarveruóskir valins/valinna starfsmanns í einu með því að haka við starfsmann fjarveruyfirlitinu og smella á Samþykkja valdar.

  • Hægt er að ná fjarveruóskum úr fjarveruyfirliti yfir í excel skjal með því að smella á Opna í Excel hnappinn í fjarveruyfirlitinu. í Excelskjalinu sjást óskirnar á einum flipa fyrir hvern mánuð.

  • Yfirmaður sér annað hvort fjarveruóskir allra starfsmanna eða eingöngu þeirra starfsmanna sem hann má sjá - eftir þeim stillingum sem eru á fyrirtækinu í Bakverði.

Vinna með fjarveruóskir

Til að sjá allar ómeðhöndlaðar fjarveruóskir er smellt á Óafgreiddar fjarveruóskir. Þar er hægt að velja eina eða fleiri óskir og samþykkja, samþykkja með breytingum eða hafna.

  • Sé fjarveruósk hafnað þarf að skrá skýringu sem starfsmaður mun sjá.

  • Hægt er að breyta um ástæðu tengda fjarveruósk. Eigi starfsmaður t.d. ekki orlofstíma í samræmi við fjarveruóskir getur stjórnandi breytt ástæðu á fjarverósk úr: OR:Orlof - yfir í LL:Launalaust leyfi. Upplýsingar um stöðu tímabanka starfsmanna s.s. vegna orlofs sjást með því að smella á Sjá stöðu tímabanka í yfirlitsmynd fjarveruóska.

ATHUGIÐ:

Samþykktar fjarveruóskir dragast frá tímabanka starfsmanna - fjarveruóskir sem er hafnað dragast ekki frá tímabanka starfsmanna.

 

Fjarveruóskir - skráning starfsmanna