Skýrslur umsjónaraðila / launafulltrúa

Launafulltrúar / Umsjónaraðilar í Bakverði hafa aðgang að fjölda skýrslna undir Umsjón>Skýrslur.
Úr listanum er valin sú skýrsla sem á að skoða. Eftir það er hægt að velja tímabil, starfsmenn eða önnur eigindi sem skýrslan býður upp á.

Algengustu skýrslur umjónaraðila / launafulltrúa eru:

YFIRLIT STARFSMANNA

  • Starfsmannalisti: Sýnir upplýsingar um alla starfsmenn s.s. auðkenni, nafn, kennitölu, þjóðerni ofl.

  • Starfsferilsupplýsingar: Sýnir upplýsingar úr nýjasta starfsferli hvers starfsmanns s.s. starfsheiti, deild, launaflokk, reglu ofl.

  • Starfsaldursyfirlit: Sýnir starfsmanna eins og hann er reiknaður út frá starfsferlum starfsmanns

VEIKINDI

  • Veikindi og veikindaréttur: Sýnir veikindarétt starfsmanna og stöðu starfsmanns gagnvart honum

  • Staða veikinda barna: Sýnir skráningar vegna veikinda barna og stöðu starfsmanns gagnvart þeim rétti

UPPGJÖR TÍMA VEGNA LAUNAÚTREIKNINGA

  • Tímaskýrsla fyrir launadeild: Sýnir samanlagðan tíma per taxta fyrir hvern starfsmann á völdu tímabili.

  • Uppgjörsskýrsla tímabils: Sýnir samanlagðan tíma per taxta fyrir hverja deild og/eða hvern starfsmann á völdu tímabili.

INNSTIMPLANIR

  • Aðgangur að skráningarstöðvum: Sýnir hvaða starfsmenn hafa aðgang að hvaða skráningarstöðvum til innstimplunar

  • Innskráning notenda: Sýnir allar innskráningar í tímaröð

 

Athugið: flestar skýrslur er hægt að taka út í excel með því að smella á Excel táknið efst í hægra horni skýrslugluggans