Persónusniðmát

Til að flýta fyrir skráningu á afleysingafólki notum við persónusniðmát.


  • Förum í Skráning launaáætlana

  • Veljum starfsmann sem við viljum nota sem fyrirmynd

  • Förum í Aðgerðir efst í hægra horni skjámyndarinnar og veljum þar Stofna persónusniðmát


  • Við gefum sniðmátinu nafn og númer

    • Ath. að aldur starfsmanns út frá kennitölu hefur áhrif á aldurstengdan reikning (undir 16 og yfir 70 ára).

 



  • Og færsla verður til í töflunni Persónusniðmát með öllum gildum úr starfsmanninum sem var valinn, þarna má breyta gildum ef þarf.


 

Að nota sniðmátið.

  • Förum í Skráning launaáætlana

  • Smellum á Insert

  • Skráum inn mánuð og kennitölu úr persónusniðmátinu og upplýsingar eru sóttar.


  • Klárum skráninguna með því að fylla inn í áætlunardálkana.