2.6 Stofn - Starfsmenn - Stéttarfélög starfsmanna
Þegar búið er að skrá lífeyrissjóðsupplýsingar inn á starfsmann þá þarf að skrá inn stéttarfélagsupplýsingar fyrir starfsmann.
Listarnir yfir stéttarfélög í felligluggunum eru ekki alveg tæmandi en öll algengustu félögin eiga að vera inni í stofnupplýsingum sem fylgja með kerfinu. Ef það vantar stéttarfélög þá þarf að stofna þau undir Stofn - Stéttarfélög.
Skráning stéttarfélaga á starfsmann
Farið í Starfsmenn og í flipann Lífsj. og Stéttarf. og smellið á plúsinn í Stéttarfélög til að byrja að skrá upplýsingar.