Séreignarsjóðir - Aðferð 1 og Aðferð 2
AÐFERÐ 1 – TVEIR SJÓÐIR VIRKJAÐIR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ
Notaðir eru 2 sjóðir fyrir hvern séreignarsjóð. Annar er með númeri sjóðsins og er fyrir framlag starfsmanns, hinn er með tölunni 2 fyrir framan sjóðinn og er þá fyrir framlag launagreiðanda.
Dæmi:
Þá væri lífeyrissjóðsskráning á starfsmann svona sem er skráður í skyldulífeyrissjóð hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og er skráður með 4% eigið framlag í séreignarsjóð Almenna og fær 2% mótframlag frá vinnuveitanda.
Starfsmaður greiðir 4% í séreignarsjóð og fær 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Þar sem bæði sjóðurinn fyrir framlag launþega og sjóðurinn fyrir mótframlag launagreiðanda eru skilgreindir með 2% framlag, þá þarf að setja upplýsingar fyrir starfsmann svona upp. Reglan er Samkvæmt lífeyrissjóði og þarf þá að setja 200 prósent til að það reiknist 4% framlag. Mótframlagið er skilgreint 2% í lífeyrissjóðnum og ef starfsmaður er með 2% mótframlag þá er það skilgreint sem 100%
AÐFERÐ 2 – EINN SJÓÐUR VIRKJAÐUR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ
Hér er bara einn sjóður virkjaður fyrir hvern séreignarsjóð og því bara notaður L004 og skráðar á hann upplýsingar, bæði fyrir framlag launþega og mótframlag launagreiðanda. Síðan er skilgreint í starfsmannaspjaldi hversu háa prósentu hver og einn greiðir, bæði fyrir eigið framlag og mótframlag launagreiðanda.
Dæmi:
Þá væri lífeyrissjóðsskráning á starfsmann svona sem er skráður í skyldulífeyrissjóð hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og er skráður með 4% eigið framlag í séreignarsjóð Almenna og fær 2% mótframlag frá vinnueitanda.
Starfsmaður greiðir 4% í séreignarsjóð og fær 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Bæði eigið framlag og mótframlag er skilgreint á einn sjóð og báðir liðir með 100% stuðul. Uppsetning í starfsmanni er því skilgreind með raunverulegri prósentu sem hann á að greiða en hér þurfum við að passa vel að nota réttar reglur. Við notum Hlutfall iðgjalds fyrir eigið framlag og Hlutfall mótframlags fyrir framlag launagreiðanda.