Skýrslur fyrir stjórnendur

Stjórnendur hafa aðgang að fjölda skýrslna undir Fólkið mitt>Aðgerðir>Skýrslur.
Úr listanum er valin sú skýrsla sem á að skoða. Eftir það er hægt að velja tímabil, starfsmenn eða önnur eigindi sem skýrslan býður upp á.

Algengustu stjórnendaskýrslur eru:

  • Vinnuyfirlit: Hægt er að prenta út yfirlit yfir tímaskráningar starfsmanna undir Aðgerðir>Prenta vinnuyfirlit - einnig er hægt að senda vinnuyfirlitið á netfang starfsmanna

  • Fjarveruóskir starfsmanna: Sýnir stöðu á fjarveruóskum starfsmanna

  • Flytja færslur í Excel: Setur allar tímaskráningar á völdu tímabili í excelskrá

  • Færslur á ástæðu: Sýnir allar tímaskráningar á valda ástæðu

  • Færslur á verknúmer: Sýnir allar tímaskráningar á valið verk

  • Staða tímabanka: Sýnir stöðu valins tímabanka, s.s. orlofs, hvíldartíma, styttingu vinnuvikunnar eða vetrarfrís fyrir hvern starfsmann

  • Starfsaldur: Sýnir lista yfir starfsfólk og starfsaldurStarfsaldurþess í árum og mánuðum.

  • Summuskýrsla: Sýnir tímaskráningar á valda ástæðu

  • Tímar á verki: Sýnir samanlagðan tímafjölda skráða á verk, hægt t.d. að brjóta sundur eftir verkum

  • Tímaskýrsla deildar: Sýnir tímaskráningar allra starfsmanna í deild. Ath: ef starfsmaður er færður á milli deilda færast skráningarnar með starfsmanninum. 

  • Staðfestingarskýrsla: Sýnir allar skráningar starfsmanna sem viðkomandi stjórnandi ætti að staðfesta tíma fyrir.

  • Úttektir í mötuneyti: Sýnir úttektir starfsmanna í mötuneyti (ef mötuneytiskerfið Matráður er notað)

  • Akstursskráningar - Samtölur: sýnir samtölur tímaskráninga í akstursbók

 

Athugið: flestar skýrslur er hægt að taka út í excel með því að smella á Excel táknið efst í hægra horni skýrslugluggans