Tímabankar

Tímabankar eru notaðir til að halda utanum uppsöfnuð réttindi starfsmanna til frítöku s.s. orlofs eða vetrarfrís. 

Sérhver tímabanki er tengdur einni eða fleiri ástæðu sem notuð er til að leggja inn í eða taka út réttindi. 

Algengustu tímabankar í Bakverði:

 

OR: Sumarorlof (orlof)

Tímabanki fyrir hefðbundið sumarorlof

  • Ávinnsla orlofs er ekki reiknuð upp í Bakverði heldur er það gert í launakerfi og lesið inn í tímabankann Orlof

  • Lesa þarf inn í tímabankann ný réttindi í upphafi orlofstímabils - tímabankinn telur eingöngu niður notkun starfsmanna á orlofi

  • Ástæðan OR er notuð til að leggja inn og taka út orlof

 

VF: Vetrarfrí

Tímabanki fyrir vetrarorlof

  • Lesa þarf inn í tímabankann ný réttindi í upphafi orlofstímabils - tímabankinn telur eingöngu niður notkun starfsmanna á orlofi

  • Ástæðan VF er notuð til að leggja inn og taka út orlof

 

SV: stytting vinnuvikunnar

Tímabanki vegna styttingu vinnuvikunnar. Sé bankinn settur upp gildir hann fyrir ALLA starfsmenn fyrirtækisins.

Við uppsetningu þarf að ákveða:

  • Tímabilið sem bankinn fyrnist á (t.d. Á 1, 3 eða 12 mánuðum)

  • Hversu mikla inneign starfsmenn fá per dag (t.d. 9 mínútur)

Bakvörður leggur sjálfkrafa inn í tímabankann X mínútur í dag - starfsmenn nota ástæðuna SV til að taka út úr bankanum

 

HV: Hvíldarbanki

Tímabanki vegna hvíldarbrota.

  • Við hvíldarbrot (skv. reglu starfsmanns) leggur Bakvörður inn hvíldartíma í bankann á ástæðu HA (og á taxta HA)

  • Við úttekt notar starfsmaður ástæðuna HV

  • Séu hvíldarbrot greidd út í stað þess að taka út hvíld er notuð ástæðan ÚH

 

FX: Flextímabanki

Tímabanki notaður til að leggja inn tíma umfram vinnuskyldu í stað þess að greiða þá út.

  • Ef starfsmaður vinnur umfram vinnuskyldu dagsins leggur Bakvörður inn í tímabankann

  • Ef starfsmaður vinnur minna en vinnuskyldu dagsins dregur Bakvörður tíma frá tímabankann

  • Vilji starfsmaður taka út frí úr tímabankanum notar hann ástæðuna FX

ATHUGIÐ:

  • Hægt er að setja upp fleiri tímabanka

  • Hafa þarf samband við Bakvarðarráðgjafa til að setja upp tímabanka

  • Til að tímabanki byrji að sjást á starfsmanni þarf að búa til fyrstu tímabankafærslu á starfsmann - sú má vera 0 einingar