Orlof

Í Bakverði er hægt að halda utan um orlofsstöðu starfsmanna og telja niður orlofsstundir sem skráðar hafa verið. Með Bakverði kemur ástæðan OR:Orlof sem heldur utan um orlof starfsmanna þ.e. sumarorlof og skráir breytingar á orlofsstöðu og stöðu orlofs í tímabankann Orlof.

Hægt er að setja inn fleiri ástæður s.s. fyrir vetrarorlof og er þá hægt að halda sérstaklega utan um tímabanka fyrir annars vegar sumarorlof og hins vegar vetrarorlof. Er þá hægt að “skala til” orlofið þannig að hver stund í sumarorlofi sé ígildi einnar vinnustundar - en hver stund í vetrarorlofi sé t.d. ígildi 0.8 vinnustunda.

ATHUGIÐ: Bakvörður reiknar ekki ávinnslu orlofs, heldur þarf að lesa inn stöðu orlofs á starfsmanni við upphaf orlofsárs.

 

Tímabanki Orlofs

Tímabanki orlofs sýnir stöðu orlofs fyrir hvern starfsmann á þeim tímapunkti þegar staðan er skoðuð.

STJÓRNANDI sér tímabanka starfsmanna á nokkrum stöðum:

  • Í skráningarmyndinni: Fólkið mitt>Tímaskráningar. Með því að smella á bankann sést innlestur í bankann sem og úttektir.

  • Í Aðgerðir>Skýrslur>Staða tímabanka er hægt að velja tímabanka og sjá stöðu tímabanka fyrir hóp starfsmanna. Hægt er að taka skýrsluna út í Excel.

 

STARFSMAÐUR sér tímabanka sinn í Svæðið mitt>Fjarveruóskir.

ATHUGIÐ:

  • Eigi starfsmaður samþykktar orlofsóskir á ástæðunni OR tekur orlofsbankinn tillit til þess og reiknar inn í núverandi stöðu þær orlofsstundir sem samþykktar hafa verið fram í tímann.

  • Tímabanki orlofs er eingöngu talinn niður fyrir taxtann DV (dagvinna) en ekki fyrir aðra taxta

 

Nánari upplýsingar: