Orlof starfsmanns

Haldið er utan um orlof starfsmanna í tímabanka Orlofs.

Þar sem Bakvörður reiknar ekki ávinnslu orlofs þarf að skrá orlofs starfsmanna inn í tímabankann, t.d. í upphafi orlofsárs. Það er er hægt að gera:

  • Með því að skrá orlofsstöðu á hverjum starfsmanni

  • Með innlestri á marga starfsmenn

 

SKRÁ STÖÐU ORLOFS Á EINUM STARFSMANNI

Á Starfsmanni er hnappurinn Tímabankar starfsmanns sem birtir þá tímabanka sem eru á starfsmanni s.s. orlof.

Á skjámyndinni sem opnast sést staða tímabankanna. Smelltu á Tímabankar starfsmanns>Skrá nýja stöðu til að breyta stöðu tímabanka:

Veldu tímabankann sem skrá á nýja stöðu á (hér HV).

ATHUGAÐU: þegar skráð er ný staða tímabanka:

  • Gildir staðan frá og með þeirri dagsetningu sem sett er. Sé t.d. staða sett sem 30 tímar frá 1.5.2022 - og síðan skráð úttekið orlof 20.4.2022 þá dregst sú staða ekki frá stöðunni sem tekur gildi frá og með 1.5.2022.

  • Þegar ný staða er skráð bætast ekki við eða dragast frá tímar vegna fyrri stöðu tímabankans

Þegar skjámyndin Fólkið mitt>Tímaskráningar er frískuð til (F5) uppfærist tímabanki starfsmanns efst í hægra horni

 

ÚTTEKT ÚR TÍMABANKA

Þegar tekið er út úr tímabanka þarf að nota viðkomandi ástæða við tímaskráningar s.s. ástæðan OR eða HV

Þegar það er gert uppfærist tímabankinn hjá starfsmanninum

Nánari upplýsingar:

Fjöldaskráning orlofs