Staðgreiðsla

Almennt:

Það er hægt að setja upp fyrirspurnir í greiningartening og vista uppsetninguna.  Gögnin í fyrirspurninni endurnýjast eftir þeim útborgunum/mánuðum sem eru valin hverju sinni.


Dæmi:

Hérna ætlum við að skoða hvernig við setjum upp fyrirspurn til að skoða staðgreiðslu og persónuafslátt í útborgun áður en uppfært er.

1.       Keyrum upp teninginn í þeirri útborgun sem við ætlum að skoða, við veljum teninginn "Heildarfærslur" vegna þess að við erum að skoða frádráttarliði

2.       Smellum á „Summary settings“ efst í vinstra horninu.



3.       Höfum einungis hak við „Samtals“

4.       Drögum starfsmann og launalið niður.

5.       Smellum á merkið fyrir framan launaliður og afmerkjum allt nema launaliði fyrir staðgreiðslu

6.       Fara í „Aðgerðir“ neðst í vinstra horninu og smella á  „Vista nýja uppsetningu“

7.       Ef þú vilt að aðrir hafi aðgang að þessari fyrirspurn ferðu aftur í „Aðgerðir“ og smellir á „Sýnileg öllum“

8.       Næst þegar þú vilt skoða fyrirspurnina opnar þú teninginn, ferð í Aðgerðir/Opna uppsetningu/Skoða persónuafslátt.  Þá opnast fyrirspurnin með nýjum gögnum.






Hugsanlega vilt þú sjá stofn til staðgreiðslu í þessari fyrirspurn.  Þá velur þú alla launaliði sem mynda stofninn, býrð til möppu utan um þá og dregur þá yfir, ekki gleyma að iðgjald starfsmanns í lífeyrissjóð er dregið frá skattskyldum launum áður en staðgreiðslan er reiknuð og því þarf að taka þá launaliði með.