Eyðing gagna - viðhengi í skjalaskápum

Hægt er að skoða og eyða mörgum viðhengjum í skjalaskápum starfsmanna í einu.

Aðgangur:

Til þess að geta skoðað og eytt mörgum viðhengjum í einu í launahlutanum (flipinn Laun), þarf notandi að vera með fullan aðgang að launakerfinu en einnig þarf hann að vera með einingu gdpr1002, í aðganginum sínum.

Til þess að geta skoðað og eytt mörgum viðhengjum í einu í mannauðshlutanum (flipinn Stjórnun) þarf notandi aðeins að vera með einingu gdpr1102 í aðganginum sínum.

 

Ath:

a.       Notandi með einingar gdpr1002 eða gdpr1102 getur aðeins skoðað og eytt þeim viðhengistegundum sem hann er með í Aðgangsstýringum (Viðhengi - Tegundir) – þessar einingar gefa notandanum ekki sjálfkrafa aðgang að öllum viðhengistegundum.

b.       Notandi með einingar gdpr1002 eða gdpr1102 getur aðeins skoðað og eytt viðhengjum hjá þeim starfsmönnum sem hann er með í Aðgangsstýringum (Starfsmenn – Deildir) – þessar einingar gefa notandanum ekki sjálfkrafa aðgang að viðhengjum allra starfsmanna.

 

Skoða viðhengi:

Þegar smellt er á valmyndina Eyða viðhengjum, opnast listi með þeim viðhengjum sem notandi hefur aðgang að í kerfinu. Haka þarf við þau viðhengi sem skoða á, áður en smellt er á Skoða viðhengi, (undir Aðgerðum hægra megin):

Hægt er að haka við mörg viðhengi eins og hér sést og þá opnast þau öll í einu á skjánum:

 

Eyða viðhengjum:

Þegar smellt er á valmyndina Eyða viðhengjum, opnast listi með þeim viðhengjum sem notandi hefur aðgang að í kerfinu. Fyrst þarf að haka við þau viðhengi sem eyða á, áður en smellt er á Eyða viðhengjum, (undir Aðgerðum hægra megin):

Við það opnast gluggi þar sem notandinn getur skoðað hvort hann hafi valið rétt viðhengi til að eyða og svo þarf hann að skrá ástæðu eyðingar í neðri gluggann:

Þegar smellt hefur verið á Áfram, opnast annar gluggi þar sem notandi þarf að staðfesta að hann vilji eyða viðhengjunum endanlega:

ATH: Það er ekki hægt að taka þessa aðgerð til baka eftir að ýtt hefur verið á „Yes“ – viðhengin eyðast endanlega við það.