Styrkir - Umsækjandi

Sótt er um styrki undir Styrkir - Yfirlit - Sækja um.

 

image-20240919-134507.png

 

Þú skráir þá upphæð sem þú ert að sækja um undir Upphæð, dálkurinn Upphæð í boði sýnir þá upphæð sem þú átt inni.

Val er á að skrá inn athugasemd fyrir samþykktaraðila.

image-20240919-134730.png

Kvittunum er bætt við undir viðhengi. Hægt er að velja fleiri en eina kvittun í einu úr sömu möppu (folder) með því að halda inn Ctrl eða Shift.

Athugið, það þarf að sækja öll viðhengin á sama tíma í möppuna (folder).

Þegar þú hefur ýtt á Vista, þá hefur styrkur verið sendur til samþykktar.

Undir Sagan getur þú séð þá styrki sem þú hefur sótt um og hver staðan þeirra er.

Ef styrk er hafnað fer upphæð til umsóknar aftur í upprunalega upphæð. Til að sjá athugasemdir samþykktaraðila vegna höfnunar styrks er farið í Sagan og smellt á umsóknina.

Ef styrk er hafnað vegna vöntunar á gögnum eða upplýsingum. Þá þarf að sækja um styrkinn aftur og passa að viðeigandi upplýsingar séu skráðar.