Styrkir - Samþykkjandi
Undir flipanum Umsóknir liggja þær umsóknir sem eru í bið til samþykktar.
Til að samþykkja eða hafna umsókn er ýtt á Skoða umsókn.
Launatímabil segir til um í hvaða bunka styrkurinn mun stofnast í H3. Gefum okkur að allar umsóknir sem koma inn eftir 20. hvers mánaðar á að koma inn í næstu útborgun, ekki núverandi. Hér fyrir neðan á mynd er umsóknardagsetnig 12. febrúar og því innan tímabils. Samþykkjandi velur launatímabil: febrúar, bunki stofnast þá með númberið GR202502, en ef launatímabilið mars er valið þá stofnast bunki GR202503.
Ef umsókn er hafnað bendum við á að skrifa athugasemd af hverju henni var hafnað, svo að umsækjandi sé vel upplýstur og hann geti sótt um styrkinn aftur með viðeigandi upplýsingum.
Flipinn Fyrri umsóknir sýnir allar þær umsóknir sem samþykkjandi hefur afgreitt.