Flóra - Starfsmaður
Hér er farið yfir virkni fyrir starfsmann.
Uppi í vinstra horni er felligluggi þar sem hægt er að velja hvort Flóra eigi að birtast á íslensku eða ensku.
Undir Mínar upplýsingar > Grunnupplýsingar, sérð þú Persónu- og Starfsupplýsingar um þig.
Undir Mínar upplýsingar > Orlof og réttindi er að finna upplýsingar um orlof, starfsaldur og uppsöfnuð réttindi.
Hægt er að velja hvort eigi að birta orlof í tímum eða dögum.
Orlofstaða í Flóru miðast við uppfærð laun í H3, nema þegar kemur að 1. maí. Þá keyrist vinnsla sem uppfærir orlofsstöðu, þar sem nýtt orlofsár byrjar þann dag. Ef vinnslan myndi ekki keyrast þá væri staða m.v. nýtt orlofsár ekki að birtast fyrr en laun væru uppfærð.
Laust til úttektar sýnir stöðu orlofs í tímum/dögum m.v. síðustu útborgun.
Dæmi 1: starfsmaður tekur tvo daga í orlof á tímabili fyrir síðustu útborgun og vinnuskylda viðkomandi er 7,5 klst. per dag. Þá væri reikningurinn:
Dagar í orlofi*vinnuskylda=tíma fjöldi nýtt í orlof
2 dagar*7,5 klst. = 15
starfsmaður á 340 klst. laust til úttektar.
340-15=325 klst. sem væri laust til úttektar eftir útborgun.
Dæmi 2: starfsmaður tekur út 1,5 dag í orlof, vinnuskylda viðkomandi er 7,85 klst. per dag.
1,5 dagur*7,85 klst. = 11,78 klst. orlof myndi niður færast um þessa tölu.
Starfsmaður á 188,8 klst. laust til úttektar.
188,8-11,78=177,02 klst. laust til úttektar eftir útborgun
Talan fyrir aftan skástrikið sýnir stöðu á orlofi í upphafi orlofsárs.
Orlof í samning sýnir þá fjölda daga í orlofi miða við réttindi samkvæmt samning.
Einnig undir Mínar upplýsingar er hægt að stofna, breyta og eyða upplýsingum um Aðstandendur.
Til að stofna Aðstandanda er ýtt á +Bæta við aðstandanda, svo eru réttar upplýsingar skráðar í viðeigandi dálka og á Vista. Þá eru upplýsingarnar komnar undir Aðstandendur.
Til að breyta eða eyða aðstandanda er ýtt á blýantinn.
ATH. einungis er hægt að ýta á vista ef breytingar voru gerðar.
Undir Skipurit er hægt að sjá yfirlitsmynd um starfsmannaskipulag með myndrænum hætti.
Ýtt er á örina fyrir aftan starfsmannafjöldann á sviðinu og svo deildinni til að sjá starfsmannalistann yfir starfsmenn í valinni deild.
Einnig er hægt að leita eftir nafni og deild.
Ef ýtt er á hringinn fyrir aftann nafn starfsmanns, birtast tengiliðaupplýsingar.
Stjórnendur geta valið að birta launaseðla inn á Flóru. Þá getur starfsfólk séð launaseðla sínua undir Launaupplýsingar.
ATH. einingis birtast launaseðlar inn á Flóru eftir að uppsetning á Flóru hefur verið framkvæmd og næsta launakeyrsla uppfærð.
Sjá nánar hér: Launaseðlar vistaðir í skjalaskáp