Launaseðlar vistaðir í skjalaskáp

 

Inn í hverri útborgun eru launaseðlunum gefið lýsandi nafn fyrir útborgunina og það afritast sjálfgefið í Heiti í skjalaskáp.

Sjálfgefið kemur hak í Vista launaseðla í skjalaskáp.

 

Þegar uppfærsla á útborgun er framkvæmd þá vistast launaseðlar í skjalaskáp og sendast launaseðlar í Flóru og/eða á island.is miða við stillingar sem eru skráðar hjá hverjum og einum viðskiptavini.

Hægt er að skoða launaseðlana í Launamenn - Viðhengi - Launaseðlar eða í

Vinnslan Vista í skjalaskáp

Ferli: Laun - Úttak - Launaseðlar - Vista í skjalaskáp

→ Sú vinnsla sendir þó ekki launaseðla til Flóru né island.is

 

 

Þá opnast aðgerðargluggi hægra megin á skjánum. Við veljum þá útborgun sem við ætlum að setja sem viðhengi. Ef setja á viðhengi á alla starfsmenn þarf ekki að fylla inn “Launamaður frá og til”

Við sjáum svo launaseðlana sem viðhengi á launamönnum sem hægt er að skoða með því að smella á bréfaklemmuna fyrir framan nafn launamanns eða í aðgerðarglugganum til hægri undir “Viðhengi”

 

Ef þið þurfið að breyta heiti á launaseðlum sem þegar hafa verið settir inn í skjalaskápinn þá getið þið gert það með því að smella á “Hægt er að breyta heiti áðurmyndaðra launaseðla í skjalaskáp hér” en fyrst þarf að breyta textanum inn í útborgunarglugganum áður en þetta er framkvæmt.

Þá opnast þessi gluggi og þið veljið þá útborgun sem þarf að breyta heitinu á.