2.5 Stofn - Starfsmenn - Lífeyrissjóðir starfsmanna

Þegar búið er að skrá allar almennar upplýsingar inn á starfsmann í flipanum starfsmaður þarf að skrá inn lífeyrisupplýsingar fyrir starfsmann.

Listarnir yfir lífeyrissjóði í felligluggunum eru ekki alveg tæmandi en allir algengustu sjóðirnir eiga að vera inni í stofnupplýsingum sem fylgja með kerfinu. Ef það vantar sjóði þá þarf að stofna þá undir Stofn - Lífeyrissjóðir.

Áður en byrjað er að skrá inn lífeyrissjóðsupplýsingar á starfsmannaspjöldin þarf að velja um aðferð við skráningu séreignarsjóða en tvær aðferðir eru í boði, Aðferð 1 og Aðferð 2, sjá nánari upplýsingar hér

Séreignarsjóðir - Aðferð 1 og Aðferð 2

Þegar búið er að velja hvor aðferðin er notuð er hægt að fara að skrá inn lífeyrissjóðsupplýsingar fyrir starfsmenn skv. þeirri aðferð sem notuð er

Skráning lífeyrissjóða á starfsmann

Farið í Starfsmenn og í flipann Lífsj. og Stéttarf. og smellið á plúsinn í Lífeyrissjóðir til að byrja að skrá upplýsingar. Algengt er að skrá á 3 línur ef viðkomandi er með séreignarsjóð til viðbótar við skyldulífeyrissjóð.

Dæmi um skráningu ef aðferð 1 er valin

Dæmi um skráningu ef aðferð 2 er valin