Launaseðlar til island.is (og Flóru)

H3 býður launagreiðendum hjá ríki og sveitarfélögum að senda launaseðla til http://island.is .

Ef óskað er eftir þessari virkni þá bendum við ykkur að hafa samband með tölvupóst á netfangið h3@advania.is.

 

Í framhaldi af uppsetningu hjá Advania þurfa launagreiðendur að gera eftirfarandi: 

Ferli: Laun > Stofn > Stillir er kominn nýr kafli þegar ýtt er á felligluggann sem heitir Laun – Vefþjónusta.

Þar undir eru svo valmöguleikar um hvort eigi að senda launaseðla til Flóru og http://island.is .  

 

Til að geta sent launaseðla til http://island.is þarf að vera merkt „Já“ bæði í Senda launaseðla til Flóru og Senda launaseðla til http://island.is

ATH: Svo launaseðlar birtist í Flóru, þurfa ráðgjafar Advania einnig að virkja sérstaklega birtingu launaseðla í Flóru. Hægt er að senda beiðni um það á mannaudslausnir@advania.is.

 

Ferli: Laun > Útborgun þarf að vera texti í ”Heiti í skjalaskáp” ásamt haki í ”Vista launaseðla í skjalaskáp”. 

 

Launaseðlar vistaðir í skjalaskáp