Sniðmát notenda
Notendasniðmát í Bakverði eru notuð til að afrita upplýsingar um notendaaðgang yfir á notendur.
Eftir að búið er að afrita notendasniðmát yfir á starfsmann er hægt að breyta notendaaðgangi s.s. að veita honum viðbótaraðgang.
Með Bakverði koma fern grunnsniðmát:
Starfsmenn lesaðgangur: eingöngu lesaðgangur að eigin tímaskráningum
Starfsmenn eigin skráningar: geta unnið með eigin tímaskráningar
Stjórnendur: veitir aðgang að skráningum starfsmanna og völdum skýrslum. Veita þarf sérstakan aðgang að deildum sem stjórnandi má sjá starfsmenn í
Launafulltrúar: veitir aðgang að umsjón og grunngögnum
Hægt er að breyta grunnsniðmátum og bæta við fleirum.
Sniðmátum er breytt undir Stillingar - Kerfisaðgerðir - Sniðmát
Þegar búið er að stilla af sniðmátið og Geyma þarf að laga réttindi notenda að sniðmátum.
Starfsmenn eru þá færðir yfir í hægri dálkinn og sniðmátið valið.
Ef starfmaðurinn hefur aukin réttindi en sniðmátið segir til, þá er hægt að haka í “ekki eyða réttindum sem notendur höfðu utan sniðmáts”
Vista með því að velja - Laga réttindi að sniðmáti.