Viðhald aðgangsstýringa

Öllum þeim breytingum sem snerta á þáttum sem hægt er að aðgangsstýra, þarf að fylgja eftir í notendastillingum.

Dæmi þess eru þegar stofnaðar eru nýjar deildir, kostnaðarstaðir, verk og ástæður.

Eindregið er mælt með að aðlaganir á aðgangsréttindum séu gerðar á sniðmátum í Bakverði og breytingarnar keyrðar á alla notendur á viðeigandi sniðmátum.

Sjá betur hér

Hægt er að aðlaga aðganga einstakra notenda, en auðvelt er að missa yfirsýn yfir aðgangsréttindi ef sniðmátin eru ekki látin ráða.

Í sumum tilfellum er það þó óumflýjanlegt eins og þegar um er að ræða aðgangsréttindi notanda niður á deildir, kostnaðarstaði og verk. Þá þarf að fara inn á Umsjón - Notendur og velja þann notanda sem á að hafa aðgang að nýju deildinni eða ástæðunni.

 

Aðgangur að deildum er stilltur undir Undirmenn.

Aðgangur að deildum/undirmönnum

 

Þegar hakað hefur verið við þær deildir sem notandi á að hafa aðgang að, þarf að smella á Geyma í neðra vinstra horninu.

Vista þarf breytingar

Aðgangur að ástæðum er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða aðgang að skráningum á ástæðu á eigin skráningar notanda og hins vegar aðgangur að skráningum á ástæðu undirmanna.

Undirmaður táknar það að notandi hafi aðgang að hans skráningum, en er ekki það sama og næsti yfirmaður.

Ástæðurnar er að finna í felliglugganum sem er gullitaður á myndinni. Hakað er við þær ástæður sem viðkomandi notandi á að hafa aðgang að og smellt á Geyma í neðra vinstra horninu.