Endurreikningur á tímafærslum
Til að tímaskráningar starfsmanna og breytingar á þeim séu alltaf í samræmi við þær reiknireglur sem starfsmenn eru á þarf að endurreikna skráningarnar. Þetta á til dæmis við ef stjórnandi fer inn í tímaskráningu og breytir henni eftir að stimplun starfsmanns átti sér stað. Endurreikningur gerist með fernum hætti:
1) Sjálfvirkur endurreikningur
Á hverri nóttu sér keyrsla í Bakverði um að endurreikna allar tímaskráningar á núverandi launatímabili.
2) Endurreikningur eins starfsmanns
Hafi notandi aðgang getur hann farið í Fólkið mitt>Tímaskráningar eða Fólkið mitt>Daglisti, valið þar starfsmann og smellt á Endurreikna og endurhlaða undir Fleiri aðgerðir.
Þá endurreiknast allar tímaskráningar á völdu tímabili.
3) Endurreikningur margra starfsmanna
Hafi notandi aðgang getur hann farið í Stillingar>Útreikningur>Reikniforrit, valið þar starfsmenn og smellt á Hefja endurreikning:
ATHUGIÐ:
Neðst á skjánum mun birtast textinn Ræsi reikniforrit…
Hægt er að vinna í öðru í Bakverði meðan reikningurinn er í gangi
Þegar endurreikningi er lokið verður bjallan efst uppi í hægra horninu rauð (gætir þurft að ýta á F5 til að sjá bjölluna uppfærast)
4) Endurreikningur við launakeyrslu
Hafi verið gerðar breytingar á tímaskráningum starfsmanna milli þess að síðasti næturreikningur keyrði og launaskrá er tekin út er ráðlagt að endurreikna skráningarnar áður en launakeyrsla er gerð. Það er gert með því að haka við reitinn Endurreikna allt tímabilið - og smella síðan á Taka saman gögn til útborgunar: