Sjálfvirk uppfærsla á þjóðskrárupplýsingum

Fyrir viðskiptavini sem eru með tengingu við þjóðskrá:

Nú er hægt að setja af stað vinnslu sem uppfærir upplýsingar fengnar úr þjóðskrá; nafn, heimilisfang og kyn, sjálfvirkt. Vinnslan er notuð í stað þjóðskráraðgerða sem hingað til hefur þurft að keyra handvirkt af launamanni. Hægt er að velja hvaða upplýsingar á að uppfæra og hvenær og einnig í hvaða fyrirtæki á að uppfæra upplýsingarnar.

Athugið

  • Eftir sem áður þarf reglubundið að lesa inn þjóðskrá í H3 eða samþætta H3 við gagnagrunn með þjóðskrá

  • Sé viðskiptavinur í H3 hýsingu hjá Advania - er hægt að tengja H3 við þjóðskrá og þarf viðskiptavinur þá ekki að lesa þjóðskrána inn. Þetta er eingöngu hægt ef viðskiptavinur er í áskrift að þjóðskrá hjá Advania.

  • Uppfærsla þjóðskrár tekur eingöngu til virkra starfsmanna

Einingin til að fá þessa vinnslu fram er 1026.

 

image-20240405-140027.png