Skírteini: sjálfvirk uppfærsla gildistíma

Þegar H3 sér um að uppfæra gildistíma skírteina vegna tengingar efnis og skírteinis gilda þrjár reglur um hvernig skírteini uppfærist:

 

1) Gildistími skírteinis er alltaf lengsti mögulegi gildistími sem hægt er að fá miðað við þá fræðslu sem sótt var.

Dæmi: Þann 1.5.2019 sótti starfsmaður fræðslu tengda við skírteini þar sem gildistími í tengingu er 12 mánuðir. H3 býr sjálfvirkt til skírteini sem gildir til 1.5.2020:

Þann 1.11.2019 lýkur starfsmaður bæði fræðslunni Efni 2 og Efni 3. Efni 3 hefur lengri gildistíma í tengingu efnis og fræðslu og fær skírteini starfsmannsins því gildistíma frá Efni 3, eða 36 mánuði:

 

Fræðsla sama starfsmanns helst óbreytt en gildistími Efnis 2 í tengingu efnis og skírteinis er aukinn um 24 mánuði, þ.e. í 48 mánuði. Þá fær skírteini starfsmannsins gildistíma frá Efni 2:

 

2) Ekki er hægt að bakka gildistíma skírteinis.

Dæmi: Gildistími Efnis 2 í tengingu efnis og skírteinis er styttur úr 48 mánuðum í 12 mánuði. Efni 2 hafði veitt skírteini starfsmanns gildistíma til 1.11.2023. Gildistími skírteinisins mun haldast óbreyttur þar sem starfsmaður hafði aflað sér réttinda til 1.11.2023 og verður notandi að breyta gildistímanum handvirkt til baka eigi að bakka gildistíma skírteinis.

ATHUGIÐ: skv. tengingu efnis og skírteinis hefði Efni 3 átt að ráða gildistíma skírteinisins (og hefði hann þá verið til 1.11.2022) en áunnin réttindi sem þegar hafa verið skráð á skírteini vega hærra en breytingar sem bakkað hefðu gildistíma skírteinis.

ATHUGIÐ: Hafi starfsmaður einu sinni fengið réttindi skráð á skírteini mun H3 ekki sjálfvirkt bakka með gildistíma áunninna réttinda, jafnvel þótt réttindin hafi verið veitt fyrir mistök. Til að breyta gildistíma skírteinis aftur á bak í tímann þarf því að gera það handvirkt.

 

3) Ekki er hægt að eyða fræðslu sem stofnaði skírteini.

Dæmi: Hafi skírteini verið stofnað út frá tengingu við fræðslu þarf að tryggja að rekjanlegt sé af hverju starfsmaður fékk réttindi skráð á skírteini. Sé reynt að eyða fræðslu sem stofnaði skírteini kemur því villa sem kemur í veg fyrir það:

 

ATHUGIÐ: Þegar skírteini er uppfært handvirkt, og engin tengsl á milli skírteinis og efnis, getur notandi hreyft til að vild gildistíma skírteinis og efnis. Hann getur til dæmis bakkað gildistíma skírteinis jafnvel þótt skírteinið sé með tengingu efnis og skírteinis.