Breytingar á forsniðnum skjölum

Fyrst er smellt á valmyndina Forsniðin skjöl í Stjórnun. Þar má finna færslur fyrir öll forsniðin skjöl í kerfinu.


Ef gera á breytingar á forsniðnu skjali, þ.e. á grunnforminu, þarf að byrja á að finna rétt skjal í listanum og tvísmella á það:

Grunnformið má finna undir Viðhengi (skjalaskápurinn) í borðanum hægra megin á skjánum.

Reiturinn Virkt sniðmát sýnir hvaða skjal er í notkun.

 

Til að gera breytingar eða lagfæringar á forsniðinu skjali sem þegar er í kerfinu er smellt á litlu örina hægra megin við heitið á skjalinu og velja Taka skjal til breytinga. Þá opnast Wordskjalið á skjánum.

Þá er hægt að smella á Breytur í skjöl og sækja breytur ef þörf er á eða gera aðrar lagfæringar í wordskjalinu. Svo er skjalinu lokað.

 

Nú má sjá við heiti skjalsins grænan kassa sem sýnir að eftir á að vista inn breytingarnar svo skjalið verði virkt til notkunar. Þá er smellt aftur á litlu örin og valið Vista  inn breytingar. Þá er skjalið tilbúið til notkunar með þeim breytingum sem gerðar voru.

 

Ný útgáfa af forsniðnu skjali

Ef búa á til nýja útgáfu af forsniðnu skjali þá er smellt beint á heiti skjalins og þá opnast það í word. Skjalið þarf þá að vista í skjánum. Svo gerðar breytingar og skjalið dregið yfir á skráningarmyndina. Þá opnast gluggi þar sem þarf að fylla út heiti, lýsingu og velja tegund viðhengis.

 

Hægt er að geyma fleiri en eitt forsnið í hverri skráningarmynd ef t.d. þörf er á að eiga breytingasöguna. Einnig er hægt að eyða forsniðum út hér með því að smella á mínusinn fremst í hverri færslu.