H3 í gegnum HCM hýsingu Advania

Nú gefst viðskiptavinum sem eru í HCM hýsingu Advania kostur á að þurfa ekki að remote-a (Remote Desktop Connection) sig til að tengjast H3.

→ Þessi breyting hefur þau áhrif að það er mun auðveldara að skrá sig inn í H3 og öll umsýsla launavinnslu verður mun betri.  

Kostir:

  • Geta skráð sig inn á H3 lausnina beint af sinni vél (tölvu)

  • Geta unnið með H3 og slitið frá skjámyndir á fleiri en einn skjá.

Advania heldur áfram og sér um allar uppfærslur.

Hvað þarf að gera?  

Til að geta byrjað að nota H3 án þess að remote-a sig inn, þá þarf eftirfarandi að vera uppsett á vélinni (tölvunni).

Slóð sem hefur verið afhent hverju fyrirtæki fyrir sig https://fyrirtæki.hcm.is/tmsc/publish.htm (Í stað fyrirtæki þá er fyrirtækisnafn)

→ Ef það vantar upplýsingar um slóð þá hafið samband á netfangið h3@advania.is

Þetta eru forritin sem um ræðir sem þarf að vera uppsett, rauðmerkt á myndinni: 

Athugið stundum þarf aðstoð kerfisstjóra til að install-a ofangreindum forritum, því þá er viðkomandi notandi ekki með adminstrator réttindi á vélinni sinni.

image-20240523-100152.png

Að lokum þarf að gera þrennt til viðbótar:

  1. Skipta út slóðum, svo ekki sé tilvísun í tsclient, sem dæmi: 

Slóð sem er inn í hýsingunni er t.d. \\tsclient\C\

Henni þarf að breyta í C:\ og rest er hægt að hafa eins. Slóðir eru undir Stofn – Stillir – Staðsetningar

Athugið að skipta eingöngu út fremsta parti slóðar. Sumstaðar er vísun í SQL og þá látið þið það halda sér.

  1. Prófa sendingu skilagreinar með tölvupósti. Ef póststillingin á netfanginu sem er skráð fyrir tölvupóst sendingum skilagreina er tengd office 365, þá þarf ekkert að gera, en ef það er tengt srelay sendingu, þarf að skoða þann part í samvinnu við Ísleif.  

  2. Tungumála og svæðis stillingar þurfa að vera settar á íslensku til þess að dagsetningar og upphæðir birist í réttu formati bæði þegar upplýsingar eru lesnar inn og teknar út úr H3.

    image-20240927-125418.png


    Gott er að fara í Control Panel - undir Clock and region og ýta á Change date, time, or number formats til að ganga úr skugga um að sniðmát er sett á íslensku.

MAC notendur athugið:  

Þeir notendur sem eru að nota MAC vélar geta ekki sett H3 lausnina upp á vélina sína.  

Umhverfið hjá þeim notendum þarf að vera Windows based, af því að clickonce application er net based og það er ekki í boði á MAC.  

Ef notandi sem notar MAC remote-ar sig inn á Windows vél, þá er hægt að setja H3 upp, sem þá þýðir að hjá MAC notendum verður einungis eitt remote en ekki tvö.  

Teningar:

Hvernig er hægt að tengjast teningaskýrslum utan remote (Remote Desktop Connection).

Fyrir H3 teninga þá þarf að setja þá sérstaklega upp og má finna leiðbeiningar hér:

 Tengja teningaskýrslu við H3 kerfi sem er í HCM Advania