Staða eyðublaða

Eyðublöð - Staða eyðublaða og Eyðublaðayfirlit

Á verkborðinu má sjá stöðu eyðublaða þeirra starfsmanna sem viðkomandi hefur aðgang að, þ.e. hve stórum hluta er lokið, í vinnslu eða er ekki hafið. Á verkborðinu er aðeins hægt að sjá stöðu fimm eyðublaða í einu. Með því að smella á "Opna lista" er hægt að sjá ef það eru fleiri.

Ef smellt er á eyðublöðin opnast "Eyðublaðayfirlit" sem sýnir stöðu einstaka starfsmanns. Þar er hægt að leita og sía eftir deildum og stöðu. 

Uppsetning

Til þess að stilla hvað á að sjást í stöðu eyðublaða og á eyðublaðayfirlitinu þarf að fara í Stjórnun - Eyðublöð - Tegund eyðublaða og þar er valin sú tegund sem á að sjást og hakað í "Birta á eyðublaðayfirliti".

Til þess að eyðublað fái stöðuna lokið verða starfsmenn og yfirmenn að smella í "Lokið" á eyðublaðinu þá kemur dagsetning í dálkinn við hliðina á hakinu.