Verkferlar (Verkefnalistar)
- HCM
Verkefnalisti
Verkefnalistinn er hugsaður til þess að halda utan um þau verkefni sem verða til þegar starfsmenn eru ráðnir, breyting verður á starfi eða við starfslok. Hvert fyrirtæki getur útbúið eigin verkefnalista eða notað þá sem fylgja með kerfinu. Hægt er að úthluta verkefnum til ákveðinna starfsmanna eða stjórnenda.
Með kerfinu fylgja fjórir listar:
- Breytt staða á umsókn
- Nýráðning
- Breyting á starfi
- Starfslok
Mismunandi verkefni eru undir hverjum lista fyrir sig.
Mögulegt er að virkja listana á fjórum stöðum:
- Ráðningabeiðni er sett í staðlaða stöðu 37 - Ráðning.
- VIð flutning á starfsmanni úr ráðningakerfinu yfir í laun og mannauð.
- VIð breytingu á deild, starfsheiti eða stöðu starfs í Windows client.
- Með því að smella á "Verkferlar".
Verkferli tengjast starfi
Hægt er að virkja ferli fyrir mismunandi störf starfsmanns - sé starfsmaður í fleiri en einu starfi er hægt að velja fyrir hvaða starf á að virkja ferlið og verkefni fara þá á yfirmann þess starfs sem valið er.
Hér að neðan sjá dæmi um þar sem starfsmaður er í tveimur störfum.
Undir "Verkferill" er valinn listi sem á að setja á starfsmenn.
"Lýsing" - mögulegt er að skrá lýsingu sé þess óskað.
"Vegna" - hér birtast þeir starfsmenn sem listinn er gerður fyrir. Ef listinn er settur handvirkt þarf að velja starfsmenn.
"Ljúka fyrir" - valin er sú dagsetning sem verkefnunum á að vera lokið fyrir. Hægt er að stilla dagsetninguna á einstakt verkefni og þannig stýra því hvenær hver og einn á að hafa lokið sínu verkefni í verkferli. Ef ákveðnum verkefnum á ekki að vera lokið fyrir "Ljúka fyrir" dagsetningu er hægt að skrá í Tegund beiðnar hversu mörgum dögum fyrir ( - ) eða eftir ( + ) viðkomandi þarf að ljúka verkefninu.
"Næsti yfirmaður" - ef velja þarf hver á að vera yfir verkefninu birtist þessi dálkur.
Þegar búið er að fylla út ofangreint er smellt á "Virkja ferlin".
Verkefnalisti
Á verkborði stjórnenda og mannauðsdeildar er Verkefnalisti.
Á verkefnalistanum birtast verkefni hvers einstaklings. Listarnir sýna einungis fimm næstu verkefni. Til þess að sjá stærri lista er smellt á opna lista. Undir "Í vinnslu" birtast öll verkefni sem ekki er lokið og undir "Öll" birtast öll verkefni hvort sem þeim er lokið eða ekki.
Yfirmenn sem eru skráðir yfir deildum geta séð heildarlista sinna starfsmanna undir "Listar".
Hér má sjá verkefnalistann og þau verkefni sem eru í vinnslu. Til þess að skoða hvert verkefni fyrir sig er smellt á verkefnið.
Hægt er að taka lista verkefna út í Excel og vinna nánar með verkefni þar ef þurfa þykir. Það er gert með því að smella á Excel táknið efst í hægra horni verkefnalistans á verkborði:
Þegar smellt er á einstaka verkefni opnast það í nýjum glugga. Ef verkefnið á ekki við viðkomandi starfsmann er hægt að haka við "Á ekki við". Ef verið er að vinna í verkefninu og því ekki lokið er smellt á "Vista" en ef verkefninu er lokið er smellt á "Vista og loka". Ekki er hægt að breyta verkefninu eftir að búið er að vista og loka.
Þegar smellt er á "Listar" sjá yfirmenn þá lista sem eru virkir á þeirra starfsmönnum.
Þegar listinn opnast sjá yfirmenn stöðuna á öllum verkefnum og geta opnað þau og skoðað. Ef verkefninu er lokið kemur dagsetning í "Lokið" en ef verkefninu er ekki lokið er hægt að senda ítrekun í tölvupósti með því að smella á "Senda".
Þegar öllum verkefnum er lokið er hægt að læsa listanum með því að smella á "Læsa lista". Ekki er hægt að opna lista aftur nema með hjálp frá Advania.